Menu
Súkkulaðikaka með rjómaostaglassúr og berjum

Súkkulaðikaka með rjómaostaglassúr og berjum

Einstaklega góð og klesst súkkulaðikaka sem passar best með léttþeyttum rjóma. 

Innihald

12 skammtar
smjör
sykur
vanillusykur
egg
hveiti
kakó
salt á hnífsoddi

Rjómaostaglassúr:

hreinn rjómaostur frá Gott í matinn, við stofuhita
agavaesíróp eða annað síróp (rúmlega 1 msk.)
vanillusykur
brómber, jarðarber, hindber eða bláber eftir smekk

Klesst súkkulaðikaka

  • Bræðið smjörið í potti á lágum hita.
  • Setjið hin hráefnin saman við eldsnöggt og hrærið vel.
  • Setjið deigið í olíuborið bökunarform 22-24 cm í þvermál.
  • Bakið í um 25 mínútur við 175°.
  • Kælið.

Rjómaostaglassúr

  • Hrærið saman rjómaosti, sírópi og vanillusykri þar til blandan verður kekkjalaus.
  • Smyrjið kökuna og skreytið með berjum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir