Menu
Súkkulaðimarengs með heslihnetum

Súkkulaðimarengs með heslihnetum

Marengsterta sem enginn getur staðist!

Innihald

12 skammtar

Marengs

eggjahvítur
sykur
lyftiduft
bráðið súkkulaði

Fylling

rjómi frá Gott í matinn
súkkulaðihúðaðar heslihnetur
kókosbollur
súkkulaði
síróp
rjómi frá Gott í matinn

Skref1

  • Hitið ofninn í 150C° og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur og myndið tvo jafna hringi.

Skref2

  • Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan verður hvít og stíf.
  • Setjið lyftiduft saman við og hrærið vel.

Skref3

  • Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið því yfir marengsinn í skálinni.
  • Ekki hræra súkkulaðinu saman við heldur hellið marengsinum á bökunarplöturnar og myndið fallega jafn hringi, þannig myndast fallegt súkkulaðimynstur á marengsinn.

Skref4

  • Bakið í 50 mínútur eða þar til marengsinn er þurr viðkomu.
  • Kælið alveg.

Fylling

  • Bræðið súkkulaðið, ½ dl rjóma og sírópi yfir vatnsbaði.
  • Hellið helmingnum á annan botninn.
  • Grófsaxið 100 g heslihnetur og setið ofan á súkkulaðið.
  • Þeytið ½ l rjóma og bætið kókosbollunum saman við rjómann og setjið hann ofan á neðri botninn.
  • Setjið hinn botninn ofan á og skreytið með restinni af brædda súkkulaðinu og 100 g grófsöxuðum pekanhnetum.
  • Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir