Skref1
- Hitið ofninn í 150 gráður (með blæstri) og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur.
- Myndið tvo jafnastóra hringi á smjörpappírinn.
Skref2
- Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið svo sykrinum rólega saman við, smátt og smátt í einu.
Skref3
- Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið.
- Blandið kakó saman við og hrærið vel.
Skref4
- Blandið bræddu súkkulaði saman við og hrærið léttilega með sleif.
Skref5
- Setjið marengsinn á bökunarplöturnar og myndið tvo jafnstóra hringi.
- Bakið marengsinn í um 1 klst. og 15 mínútur eða þar til marengsinn er alveg þurr viðkomu.
- Marengsinn er mjög brothættur.
- Kælið botnana alveg áður en þið setjið á þá.
Súkkulaði- og rjómablanda
- Þeytið eggjarauður ásamt flórskyri þar til blandan verður ljós og létt.
- Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið.
- Blandið því saman við og hrærið varlega með sleif.
- Setjið súkkulaðið á báða botnana.
- Þeytið rjómann þar til hann er orðinn stífur og stendur, passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið.
- Blandið flórsyri saman við og hrærið saman með sleif.
Samsetning
- Setjið rjómann á annan botninn, setjið hinn ofan á og setjið restina af rjómanum ofan á toppinn.
- Skerið niður jarðarber eða þau ber sem þið viljið heldur og setjið ofan á rjómann.
- Skreytið með súkkulaðispónum.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir