Lykillinn að góðum skonsum er að hafa deigið dálítið blautt og aðalmálið er að vinna það eins lítið og mögulegt er - alls ekki hnoða það. Þá verða skonsurnar léttar í sér og bráðna í munni.
Þessar skonsur eru svo góðar að þær má t.d. bera fram með jarðarberjum og þeyttum rjóma eins og einskonar bröns eftirrétt. Þær eru líka frábærar nýbakaðar einar og sér eða volgar með smjöri.
hveiti | |
lyftiduft | |
salt (t.d. flögusalt) | |
sykur | |
íslenskt smjör, kalt | |
egg | |
vanilludropar | |
rjómi frá Gott í matinn | |
dökkt súkkulaði gróft saxað eða 1,5 bolli súkkulaðibitar | |
perlusykur |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir