Menu
Súkkulaðiskonsur

Súkkulaðiskonsur

Lykillinn að góðum skonsum er að hafa deigið dálítið blautt og aðalmálið er að vinna það eins lítið og mögulegt er - alls ekki hnoða það. Þá verða skonsurnar léttar í sér og bráðna í munni.

Þessar skonsur eru svo góðar að þær má t.d. bera fram með jarðarberjum og þeyttum rjóma eins og einskonar bröns eftirrétt. Þær eru líka frábærar nýbakaðar einar og sér eða volgar með smjöri.

Innihald

8 skammtar
hveiti
lyftiduft
salt (t.d. flögusalt)
sykur
íslenskt smjör, kalt
egg
vanilludropar
rjómi frá Gott í matinn
dökkt súkkulaði gróft saxað eða 1,5 bolli súkkulaðibitar
perlusykur

Skref1

  • Hitið ofn í 170 gráður með blæstri, annars 190 gráður.

Skref2

  • Byrjið á að píska saman öll þurrefnin.

Skref3

  • Skerið smjörið í litla bita og vinnið það saman við hveitiblönduna með fingrunum þar til hveitið líkist rökum sandi en ennþá dálítið eftir af litlum smjörbitum.

Skref4

  • Pískið saman með gaffli, eggi, rjóma og vanillu og bætið saman við þurrefnin ásamt súkkulaðinu.

Skref5

  • Vinnið þetta mjög lítið saman með gafflinum þannig að deigið rétt loði saman.

Skref6

  • Hellið á borð og mótið hring úr deiginu sem er um 2 cm á þykkt.
  • Ef deigið er mjög blautt stráið þá smá hveiti á borðið.
  • Skerið í átta jafnar sneiðar og raðið á ofnplötu.
Skref 6

Skref7

  • Penslið með dálitlum rjóma og stráið perlusykrinum yfir.
  • Bakið í 18-20 mínútur.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir