Menu
Sumarísinn

Sumarísinn

Skemmtilegur eftirréttur í matarboðinu eða afmælinu, krökkum finnst sérstaklega gaman að fá ísinn í brauðformi. 

Innihald

1 skammtar
eggjarauður
sykur
rjómi
maukuð hindber
súkkulaði, smátt saxað
vanilludropar

Aðferð

  • Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós.
  • Hrærið léttþeyttum rjóma saman við með sleikju. 
  • Bætið maukuðum hindberjum, söxuðu súkkulaði og vanilludropum við og blandið vel saman. Hellið ísblöndunni í form og inn í frysti í nokkrar klukkustundir. Einnig má setja í ísvél. Berið fram í vöffluformi. 

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir