Menu
Sumarlegt salat með Grillosti

Sumarlegt salat með Grillosti

Ferskt og gott salat sem hentar bæði sem meðlæti eða léttur réttur einn og sér.

Nýi Grillosturinn frá Gott í matinn er í anda Halloumi og hentar frábærlega á grillið eða á pönnuna.

Innihald

4 skammtar
Grillostur frá Gott í matinn
jarðarber
klettasalat (1 poki)
basil (1 búnt)
möndlur
rauðlaukur, lítill
avocado
límónusafi
hunang
ólífuolía

Skref1

  • Forhitið ofn í 200°C með blæstri og grill að 200°C.
  • Dreifið möndlum yfir ofnplötu og ristið í heitum ofninum í 5 mín.
  • Takið úr ofninum og saxið möndlurnar gróflega þegar þær eru kólnaðar.

Skref2

  • Pískið saman hunang, límónusafa og ólífuolíu.

Skref3

  • Sneiðið rauðlauk í þunna hringi.
  • Sneiðið lárperu í sneiðar.
  • Skerið jarðaber í bita
  • Rífið basil gróflega.

Skref4

  • Grillið Grillost frá Gott í matinn í um 1,5 mín. á hvorri hlið eða þar til hann er orðinn fallega gylltur.

Skref5

  • Setjið klettasalat, basil, jarðarber, rauðlauk, avocado, ristaðar möndlur í skál ásamt helmingnum af dressingunni og blandið vel saman.
  • Skiptið á milli diska og toppið með Grillosti.
  • Berið fram með restinni af dressingunni til hliðar.
Skref 5