Menu
Sumarlegt súkkulaði ískaffi

Sumarlegt súkkulaði ískaffi

Hér er á ferðinni ótrúlega gott ískaffi með súkkulaðibragði. Það er gaman að prófa sig áfram með kalda kaffidrykki nú þegar sumarið nálgast. Þessi er mjög einfaldur og góður um leið og hann er fallegur og fágaður!

Innihald

2 skammtar
G-mjólk
Hleðsla með súkkulaðibragði
klakar
kaffifroða (sjá uppskrift hér fyrir neðan)
bökunarkakó

Kaffifroða

skyndikaffi (Nescafé)
sykur
sjóðandi vatn

Kaffifroða

  • Þeytið allt saman þar til létt og ljós kaffifroða hefur myndast.
  • Áferðin á að minna á þeyttan rjóma.

Súkkulaði ískaffi

  • Hrærið saman G-mjólk og Hleðslu.
  • Hálffyllið glas með klökum og skiptið blöndunni niður í glösin.
  • Toppið með kaffifroðu og stráið smá bökunarkakó yfir.
  • Hrærið síðan öllu saman og njótið.
Súkkulaði ískaffi

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir