Þessar bráðsniðugu brauðsneiðar urðu til þegar ég var að skoða alls konar hugmyndir með súrdeigi á netinu. Þar sá ég gómsæta sneið með sveppum og öðru á einum stað, fetaosti á öðrum og úr varð þessi samsetning með kotasælu sem var algjört dúndur. Það tekur enga stund að útbúa þessar sneiðar og þær geta verið hádegismatur, snittur eða kvöldmatur sem þið munið elska! 6 litlar brauðsneiðar (fyrir 2-3 manns)
súrdeigssnittubrauð (eða annað brauð) | |
kotasæla | |
kasaníusveppir | |
kjúklingabaunir | |
• | ólífuolía til steikingar |
• | salt, pipar, hvítlauksduft, chiliduft |
• | kóríander |
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir