Aðferð
- Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjöri þar til þeir mýkjast.
- Rífið hvítlaukinn saman við í lokin og kryddið eftir smekk með salti og pipar.
- Rífið næst Kryddost með Camembert niður og hellið rjómanum saman við og hrærið þar til osturinn er bráðinn.
- Bætið þá krafti og sultu saman við og leyfið að malla í að minnsta kosti 15 mínútur áður en sósan er borin fram.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir