Skref1
- Setjið kjötið í stóran pott ásamt lárviðarlaufum, piparkornum, lauk og kjötkraftinum.
- Hellið vatni yfir þannig að rétt fljóti yfir kjötið.
Skref2
- Setjið á eldavél og kveikið undir, hleypið suðunni rólega upp (ég nota stillingu 7 af 10). Þegar suðan er komin, lækkið þá vel undir og leyfið kjötinu að malla við vægan hita í um 40 mínútur.
Skref3
- Hitið ofn í 240 gráður, gjarnan með blæstri.
Skref4
- Takið kjötið úr pottinum og leggið í fat, puruhliðina upp, leyfið aðeins að rjúka úr því og þerrið með eldhúspappír.
- Ef það er búið að skera í kjötið, farið þá aftur í rifurnar með beittum hníf, gerið jafnvel fleiri rendur og skerið vel alveg niður að kjötinu.
- Nuddið svo vel af salti á puruna, og passið að fara vel ofan í rifurnar en líka að hafa salt ofan á skinninu.
Skref5
- Setjið inn í ofn og látið puruna stökkna og "poppast".
- Þetta getur tekið 20-40 mínútur.
- Fylgist vel með kjötinu.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir