Menu
Svínalundir í beikon og rjómasósu

Svínalundir í beikon og rjómasósu

Innihald

6 skammtar
svínalundir (1,2 kg)
olía til steikingar
salt og pipar

Sósa

rauðlaukur
sveppir
þykkar beikonsneiðar
þurrkaðir villisveppir, blandaðir
rjómi frá Gott í matinn
sveppasmurostur
kjötsoð epa vatn og teningar
maisenamjöl
salt og pipar

Kjöt

  • Hreinsið sinina ofan af svínalundunum og skerið í um 100 g bita.
  • Setjið bitana upp á endann og berjið létt með buffhamri þannig að bitarnir verði allir jafn stórir eða um 3 cm á þykkt.
  • Brúnið á pönnu upp úr smá olíu og kryddið með salti og pipar.
  • Setjið í eldfast form og hellið heitri sósunni yfir.
  • Setjið í 180° C heitan ofn í 10 mínútur.
  • Berið fram með ofnbökuðum kartöflum, litríku salati og grænmeti að eigin vali.

Rjómasósa

  • Saxið laukinn og sveppina, skerið beikonið í bita.
  • Steikið saman í olíu í þykkbotna potti uns brúnast, hellið rjómanum, sveppasmurostinum og soðinu saman við.
  • Látið sjóða og smakkið til með pipar og kjötkrafti.
  • Leggið villisveppina í bleyti í sjóðandi vatn í nokkrar mínútur, veiðið upp og setjið í sósuna, látið sósuna sjóða við vægan hita nokkrar mínútur til viðbótar.
  • Þykkið með maisenamjöli úthrærðu í smá köldu vatni, passið að þykkja ekki of mikið.
  • Mjög gott er að gefa sósunni smá skvettu af sérrí til bragðbætis.

Höfundur: Klúbbur matreiðslumeistara