Skref1
- Skerið börkinn í nokkuð mjóar ræmur.
Skref2
- Setjið börkinn í pott og hellið kalt vatn yfir börkinn.
- Látið suðuna koma upp.
- Endurtakið þetta 4 sinnum.
Skref3
- Dreifið börkinn á bökunarpappír og látið hann þorna aðeins.
Skref4
- Mælið sykur og vatn og hellið í pott.
- Látið suðuna koma upp og sjóðið á vægum hita í um 6-8 mínútur.
- Ekki hræra í þessu, þá gæti sykurinn kristallast og það viljum við ekki.
Skref5
- Setjið börkinn ofan í sykurlöginn, lækkið hitann aðeins og látið sjóða í rúmlega 45 - 60 mínútur eða þar til börkurinn er orðinn glær og sykurinn næstum því orðinn að engu.
Skref6
- Setjið börkinn á bökunargrind og látið hann þorna þar í 4-5 klukkutíma eða yfir nótt.
Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal