Menu
Sykurlaus jarðarberja ostakaka

Sykurlaus jarðarberja ostakaka

Frískandi, sæt og góð.

Innihald

12 skammtar

Botn:

mjúkt smjör
mjúkt hnetusmjör
Sukrin Gold (púðursykur ef þið eruð ekki að forðast sykur)
Fibersirup Gold (dökkt síróp ef þið eruð ekki að forðast sykur)
möndlumjöl

Fylling:

hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
grísk jógúrt frá Gott í matinn
frosin jarðarber
þeyttur rjómi frá Gott í matinn
Sukrin Melis (flórsykur ef þið eruð ekki að forðast sykur)

Botn

  • Blandið öllu nema smjöri vel saman.
  • Smjör brætt og bætt við.
  • Þjappið niður í springform, 22-24 sm að stærð.
  • Bakið á 180 gráðum í um 5-7 mínútur.
  • Kælið botninn áður en fylling er sett yfir.

Fylling

  • Rjómaosti, Grískri jógúrt og Sukrin Melis hrært vel saman.
  • Maukið jarðarberin með töfrasprota þegar þau eru aðeins farin að þiðna og blandið svo við.
  • Blandið þeyttum rjóma varlega við.
  • Setjið fyllingu yfir botninn og setjið svo kökuna í frystinn í um 3 klukkustundir.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir