Menu
Sykurlaus karamellu ostakaka

Sykurlaus karamellu ostakaka

Dásamlega falleg og góð karamelluostakaka sem er einnig sykurlaus.

Innihald

12 skammtar

Botn:

smjör
pekanhnetur
sukrin gold (púðursykur ef þið eruð ekki að forðast sykur)
kókosmjöl
kanill

Karamella:

rjómi
Fibersirup gold (sykurlaust síróp sem fæst í flestum verslunum)

Fylling:

rjómaostur frá Gott í matinn
sukrin melis (flórsykur ef þið eruð ekki að forðast sykur)
vanilla extract eða vanilludropar
þeyttur rjómi frá Gott í matinn
karamella (karamellan þarf að vera búin að kólna áður en hún er sett út í)

Botn

  • Setjið hneturnar í matvinnsluvél og vinnið þær í mjöl. Einnig er hægt að hafa botninn grófari og setja hneturnar í poka og berja aðeins með kökukefli.
  • Setjið smjör í pott og bræðið.
  • Bætið öðru hráefni ofan í og blandið vel saman.
  • Notið 20 cm springform eða sílikonform og setjið botninn í og kælið í frysti í korter. Þá er gott að taka botninn úr forminu og klæða botn og hliðar formsins með álpappír og setja botninn þá aftur ofan í. En þetta gerir manni auðveldar fyrir að fjarlægja kökuna úr forminu þegar hún er tilbúin.

Karamella

  • Setjið í hæfilega stóran pott og fáið suðuna upp.
  • Lækkið undir hitanum og látið malla þar til karamellan fer að þykkjast.
  • Tekur um 15-20 mínútur.

Fylling

  • Þeytið rjómann og setjið til hliðar.
  • Rjómaostur, sukrin melis, karamella og vanilla extract þeytt vel saman og í lokin er rjóminn varlega blandaður við.
  • Setjið yfir botninn.
  • Setjið restina af karamellunni yfir kökuna ásamt pekanhnetum og síðan inn í ísskáp.
  • Takið kökuna varlega úr forminu og setjið á kökudisk.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir