Menu
Sykurlaus páskakaka

Sykurlaus páskakaka

Botnarnir eru dáldið grófir í útliti en flauelsmjúka og gula kremið bætir það upp. 

Innihald

12 skammtar

Botn:

möndumjöl
eggjahvítur
Sukrin eða önnur sæta (1-2 msk.)

Krem:

eggjarauður
rjómi frá Gott í matinn
Sukrin eða önnur sæta
smjör
Nokkrir dropar af vanilludropum (valfrjálst)

Botn

  • Þeyta eggjahvítur þar til stífar. Bæta við Sukrin og í lokin blanda möndlumjöli varlega við.
  • Skipt í tvennt og sett á bökunarpappír og búið til hringbotn sem er um 20 cm í þvermáli.
  • Bakað við 150 gráður í 18-20 mínútur.

Krem

  • Rjómi, rauður og sykur sett í pott og hrært í við meðal hita.
  • Þegar þykkir í þá er tekið af hitanum og smjör bætt við.
  • Passa að hræra allan tímann í pottinum.
  • Sett í kæli í að minnsta kosti tvo tíma til að þykkja kremið.
  • Setjið 1/3 af kreminu á milli botnanna og restina yfir.
  • Stráið kókosmjöli yfir.
  • Berið fram með þeyttum rjóma.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir