Menu
Sykurlaus sítrónu rúlluterta með sítrónukremi

Sykurlaus sítrónu rúlluterta með sítrónukremi

Frískandi og góð rúlluterta sem einnig er sykurlaus.

Innihald

12 skammtar
egg, aðskilja hvíturnar og rauður
rjómaostur frá Gott í matinn
vínsteinslyftiduft eða venjulegt
vanillustöng
börkur af einni stórri sítrónu
sukrin melis eða flórsykur ef þið eruð ekki að reyna að minnka sykur

Sítrónukrem:

rjómaostur frá Gott í matinn
safi úr einni stórri sítrónu
sukrin melis
rjómi frá Gott í matinn

Kaka

  • Stífþeytið eggjahvítur með lyftiduftinu og setjið til hliðar.
  • Rjómaostur, eggjarauður, sukrin melis, sítrónubörkur og fræ úr vanillustöng þeytt vel saman.
  • Bætið eggjahvítum við með sleif og blandið vel en varlega.
  • Notið smjörpappír eða bökunarpappír sem búið er að smyrja með olíu (t.d. avocado olíu) og fyllir heila ofnskúffu. Dreifið sukrin yfir pappírinn og setjið svo deigið.
  • Bakið við 175 gráður í um 9-12 mínútur eða þar til gyllt.

Krem

  • Þeytið saman rjómaost og sukrin melis.
  • Bætið við safa úr sítrónu.
  • Í lokin er rjóma bætt út í og þeytt saman þar til kremið verður stíft.
  • Dreifið kreminu á tertubotninn þegar hann er orðinn kaldur og rúllið honum upp. Gott er að nota pappírinn til að hjálpa sér að rúlla upp.
  • Stráið sukrin yfir tertuna.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir