Menu
Sykurlaust sætkartöflubrauð með pecanhnetum

Sykurlaust sætkartöflubrauð með pecanhnetum

Frábært með smjöri og góðum osti, sultu eða bara eitt og sér.

Innihald

1 skammtar
sætar kartöflur
egg
rjómi frá Gott í matinn
Fibersirup Gold
lyftiduft
kanill
engiferkrydd
kókoshveiti
vanillu extract eða dropar
olía
pecanhnetur

Skref1

  • Skerið sætu kartöflunar í litla teninga og setjið í skál ásamt ½ tsk. af kanil og olíu og blandið vel saman.

Skref2

  • Dreifið úr á bökunarplötu og bakið við 170 gráður í 30 mínútur.

Skref3

  • Setjið helmingin af pecanhnetunum í matvinnsluvél og malið vel niður.

Skref4

  • Bætið við sætu kartöflunum og maukið vel.

Skref5

  • Bætið við þurrefnunum og blandið. Í lokin eru egg, rjómi, vanillu extract og Fibersirup Gold bætt við.

Skref6

  • Setjið í brauðform.
  • Gott er að nota silikonbrauðform því þá er ekki hætta á að brauðið festist við formið.
  • Ef þið eruð ekki með silikonform þarf að smyrja formið með smjöri eða olíu.

Skref7

  • Grófsaxið afganginn af hnetunum og stráið yfir brauðið.
  • Bakið í 50-60 mínútur eða þangað til tannstöngull eða gaffall kemur hreinn úr brauðinu ef stungið er í það.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir