Menu
Tacobaka

Tacobaka

Uppskriftin dugar fyrir eina stærri böku (bökuð í springformi um 22 cm. í þvermál) eða tvær minni (bakaðar í formum sem eru um 15 cm í þvermál).

Innihald

2 skammtar

Bökubotn

hveiti
smjör
mjólk
lyftiduft

Fylling:

nautahakk
lítill laukur, smátt skorinn
smjör
tacokrydd
óreganó
niðursoðnir tómatar (1-2 dl)

Ofan á:

sýrður rjómi frá Gott í matinn
rifinn pizzaostur frá Gott í matinn

Bökubotn

  • Hitið ofninn í 180-200 °C.
  • Blandið öllum hráefnum sem fara í bökubotninn saman í stóra skál.
  • Hnoðið í deig.
  • Fletjið deigið út með kökukefli, passið að hafa hveiti undir deiginu svo það festist ekki við borðið. Deigið á að vera nokkuð þunnt og gott er að láta það passa í form sem er annað hvort 15 cm eða 22 cm í þvermál.
  • Setjið bökunarpappír undir deigið þegar búið er að fletja það út og leggið botninn með pappírnum undir í form eða á ofnplötu.

Fylling

  • Steikið laukinn upp úr smjöri.
  • Bætið kryddi (taco-kryddi og óreganó) saman við ásamt nautahakki og steikið þar til hakkið er brúnað.
  • Hrærið tómötum saman við.
  • Smakkið til. Kannski þarf svartan pipar eða smá salt?
  • Ef þú borðar ekki kjöt er hægt að nota hvaða grænmeti sem er í staðinn fyrir nautahakkið.

Samsetning

  • Hellið nautahakksblöndunina yfir bökubotninn.
  • Blandið sýrða rjómanum með næstum því öllum ostinum í skál og dreifið yfir hakkið.
  • Stráið afganginum af ostinum efst yfir og kryddið ef vill með auka óreganó.
  • Bakið neðarlega í ofninum í 15-25 mínútur eða þar til osturinn er fallega bráðnaður.
  • Berið fram með fetaosti og kaldri sósu að eigin vali, eða sýrðum rjóma.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal