Menu
Tælensk súpa með risarækjum

Tælensk súpa með risarækjum

Ilmandi góð súpa sem gott er að bera fram með brauði.

Innihald

4 skammtar

innihald:

hrísgrjón soðin í 2 dl vatni
smjör
risarækjur
hvítlauksgeirar
laukur
rauð paprika
ferskt engifer
rautt karrý paste
karrý
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
kókosmjólk í dós
vatn
grænmetisteningar
ferskt kóríander
límóna, safinn
Salt og pipar

Skref1

  • Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin í 2 dl af vatni.
  • Gott er að slökkva undir hrísgrjónunum þegar vatnið er alveg að verða búið og setja lokið á pottinn, þannig klárast þau að eldast í gufunni.

Skref2

  • Setjið smjör á pönnu, setjið rækjurnar á pönnuna ásamt salti og pipar og steikið þar til þær eru tilbúnar. Passið ykkur að elda þær ekki of mikið því þá verða þær seigar. Gott er að elda þær í um 3 mínútur á hvorri hlið.
  • Þegar rækjurnar eru full eldaðar setjið þær í skál og geymið þar til súpan er tilbúin.
  • Þeir sem nota eldaðar rækjur þurfa ekki að steikja þær heldur setja þær beint ofan í súpuna.

Skref3

  • Skerið lauk, papriku og hvítlauk niður og steikið á pönnunni.
  • Rífið engifer saman við og hrærið saman.

Skref4

  • Bætið rauðu karrý og karrý saman við ásamt kókosmjólk og rjóma.

Skref5

  • Blandið vatni saman við ásamt grænmetisteningunum og hrærið þar til súpan fer að sjóða.
  • Gott er að leyfa súpunni að sjóða í rúmar 10 mínútur til að leyfa henni þykkna.

Skref6

  • Setjið hrísgrjónin saman við ásamt rækjunum og koriander.
Skref 6

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir