Menu
Tex mex pizza

Tex mex pizza

Einstaklega girnileg og góð pizza sem enginn getur staðist!

Uppskriftin að pizzadeiginu gerir tvo botna. ATH að upptalningin á áleggjunum er fyrir eina pizzu.

Innihald

4 skammtar

Pizzadeig:

volgt vatn
sykur
þurrger (1 poki)
salt
ólífuolía
hveiti

Álegg:

ólífuolía
rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
mexíkóostur
tilbúinn fajitas kjúklingur (eða steiktur kjúklingur kryddaður með fajitas kryddi)
rauð papríka
rjómaostur frá Gott í matinn
rauðlaukur
avocado
svart Doritos
pizzasósa

Pizzadeig:

  • Hrærið saman vatn, sykur og ger í skál og látið standa í um 10 mínútur eða þar til gerið er farið að freyða.
  • Setjið ólífuolíu, salt og hveiti saman við. Gott er að setja hveitið smátt og smátt saman við.
  • Hrærið með hnoðara í nokkrar mínútur eða þar til deigið sleppir skálinni.
  • Smyrjið skálina með olíu að innan, setjið deigið aftur ofan í og plastfilmu eða rakt viskastykki yfir skálina.
  • Látið deigið lyfta sér í klukkustund, best er þó þegar deigið fær nægan tíma til að lyfta sér.
  • Takið deigið úr skálinni og hnoðið. Hérna eru þið að berja deigið niður og ná öllu lofti úr deiginu svo gott er að hnoða ágætlega í stutta stund.
  • Skiptið deiginu í tvennt og rúllið út. Gott er að stinga örlítið í það með gaffli áður en þið setjið álegg ofan á botnana.

Samsetning:

  • Setjið ólífu olíu á botninn ásamt pizzasósu.
  • Því næst setji þið rifinn mozzarellaost yfir alla pizzuna.
  • Dreifið kjúklingnum jafnt yfir pizzuna ásamt papriku og rauðlauk.
  • Rífið mexikóost og dreifið jafnt yfir pizzuna.
  • Bakið við 200 gráður í 10- 12 mínútur eða þar til osturinn hefur náð að bráðna og pizzan full bökuð.
  • Setjið svart Doritos yfir pizzuna ásamt avocado.
  • Einnig er gott að bera pizzuna fram með rjómaosti, þá er gott að sprauta honum yfir pizzuna.
Samsetning:

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir