Menu
Þjóðleg pönnukökukaka

Þjóðleg pönnukökukaka

Íslenskar pönnukökur eru sívinsælar. Við bökum reglulega slíkar og sitt sýnist hverjum með fyllingar, sumir vilja sykur, aðrir rjóma, enn aðrir súkkulaði og allt þar á milli. Hér er ég búin að taka mitt uppáhald, jarðarber og súkkulaði og blanda saman við rjómafyllingu og útkoman var alveg hreint stórkostleg! 

Innihald

1 skammtar
hveiti
sykur
lyftiduft
matarsódi
salt
nýmjólk
brætt smjör
egg (pískuð)
vanilludropar

Fylling

rjómi frá Gott í matinn
flórsykur
vanillusykur
jarðarber
Nutella
Jarðarber til skrauts

Pönnukökur

  • Hrærið hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti saman í skál.
  • Blandið um ¾ af mjólkinni saman við og hrærið þar til kekkjalaust.
  • Bætið þá bræddu smjöri, eggjum og vanilludropum út í og hrærið áfram vel, skafið niður á milli.
  • Að lokum má svo setja restina af mjólkinni saman við og hræra vel.
  • Steikið síðan þunnar kökur á pönnukökupönnu og leyfið aðeins að kólna niður áður en þið raðið kökunni saman.

Fylling

  • Þeytið rjómann ásamt flórsykri og vanillusykri þar til hann er stífþeyttur.
  • Stappið jarðarberin gróft og blandið saman við rjómann.
  • Hitið Nutella aðeins í skál svo auðveldara verði að dreifa því yfir með skeið.

Samsetning

  • Það má raða pönnukökunum bara beint ofan á hvor aðra á disk þar til nokkuð hár stafli með fyllingum hefur myndast en mig langaði að prófa að fóðra hana alveg að utan með pönnukökum eftir að hafa séð svipað myndband á netinu um daginn. Þetta var ofureinfalt og skemmtilegt að bera pönnukökur fram á þennan hátt. Uppskriftin gefur um 25 pönnukökur en það þarf aðeins um 12-14 stykki í kökuna sjálfa svo hinar má til dæmis rúlla upp með sykri og bera fram með kökunni.
  • Setjið eina pönnuköku í botninn á um 20 cm smelluformi.
  • Næst setjið þið 4 pönnukökur á kantinn á forminu svo þær nái yfir kökuna á botninum, innan á allan kantinn og hangi fram af að utanverðu (c.a jafn mikið báðu megin).
  • Smyrjið næst þunnu lagi (um ½ cm) af rjóma á botninn, dreifið smá Nutella yfir og setjið næstu pönnuköku ofan á.
  • Endurtakið þar til síðasta pönnukakan er orðin jafn há forminu sem þið notið.
  • Náið þá í kökudisk og leggið ofan á formið á hvolfi, snúið við með því að halda fast við kökuformið og losið síðan smelluna og fjarlægið formið utan af kökunni.
  • Toppið með smá rjóma, Nutella og ferskum jarðarberjum.
Samsetning

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir