Einfaldur, mjög bragðgóður og fallegur fiskréttur með fáum hráefnum sem oftast eru til heima.
Ef ekkert tandoori krydd laumast í skápnum er minnsta mál að nota aðeins paprikuna með t.d. nokkrum chili flögum bættum saman við.
Skemmtilegt er að búa til sitt eigið rasp og nota t.d. haframjöl eins og í þessari uppskrift til að steikja fiskinn upp úr. Það má á margan hátt búa til sitt eigið rasp. Spennandi kostir eru kókos, kornflakes, ritzkex, special k og múslí afgangar og blanda þeim saman við kryddum eftir smekk.
þorskhnakkar (um 6 stk.) |
haframjöl (3-4 dl) | |
salt | |
svartur pipar | |
paprika, mulin | |
tandoori, indversk blanda | |
egg til að velta fisknum upp úr |
laukar | |
tómatsósa | |
vatn (1/2 - 1 dl) | |
smjör (100 - 125 g) | |
rjómaostur frá Gott í matinn (eða meira eftir smekk) |
Soðnar og ristaðar kartöflur og salatblanda |
Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal