Skref1
- Skerið þorskinn í bita og raðið í botninn á smurðu eldföstu formi, kryddið með salti, pipar og hvítlaukskryddi eftir smekk.
Skref2
- Steikið lauk og papriku á pönnu þar til mýkist, kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti.
Skref3
- Bætið þá smurosti, ½ rifnum mexíkóosti, ½ poka af gratínosti og rjóma á pönnuna og hrærið þar til sósa hefur myndast.
Skref4
- Hellið þá sósunni með grænmetinu yfir fiskinn í eldfasta fatinu, stráið gratínosti og því næst Mexíkóosti yfir og bakið við 185°C í um 30 mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast.
Skref5
- Berið fram með soðnum hrísgrjónum ásamt góðu brauði eða salati.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir