Menu
Þriggja hæða kalkúnasamloka með Óðals Hávarði krydd

Þriggja hæða kalkúnasamloka með Óðals Hávarði krydd

Samloka er ekki bara samloka, það er bara þannig. Smakkið þessa og þið munið skilja hvað við erum að meina.

Innihald

1 skammtar
gróft brauð
þunnt sneiddur eldaður kalkúnn (líka hægt að nota eldaða kjúklingabringu)
smjör til steikingar
Óðals Hávarður krydd (4-6 sneiðar)
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
sætt sinnep
hindberjasulta
góð lúka klettasalat

Skref1

  • Byrjið á að rista brauðið.

Skref2

  • Sneiðið kalkúninn í þunnar sneiðar.
  • Hitið pönnu með örlitlu smjöri og steikið kalkúnasneiðarnar í stutta stund þannig að þær hitni í gegn.
  • Leggið því næst ostsneiðar ofan á kalkúninn, setjið lok á pönnuna þannig að osturinn bráðni og takið af hitanum. Vert er að taka fram að Óðals Hávarður krydd hét áður Havarti krydd.

Skref3

  • Smyrjið allar brauðsneiðar öðru megin með rjómaosti, leggið kalkún ofan á eina brauðsneið, því næst þunnt lag af sinnepi og klettasalat. Smyrjið hindberjasultu neðan á eina brauðsneið og leggið ofan á.

Skref4

  • Endurtakið leikinn með efri samlokuna.
  • Stingið pinnum í samlokuna á tveimur stöðum og skerið í tvennt þannig að úr verði tveir þríhyrningar.
  • Berið fram strax.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir