Skref1
- Byrjið á að rista brauðið.
Skref2
- Sneiðið kalkúninn í þunnar sneiðar.
- Hitið pönnu með örlitlu smjöri og steikið kalkúnasneiðarnar í stutta stund þannig að þær hitni í gegn.
- Leggið því næst ostsneiðar ofan á kalkúninn, setjið lok á pönnuna þannig að osturinn bráðni og takið af hitanum. Vert er að taka fram að Óðals Hávarður krydd hét áður Havarti krydd.
Skref3
- Smyrjið allar brauðsneiðar öðru megin með rjómaosti, leggið kalkún ofan á eina brauðsneið, því næst þunnt lag af sinnepi og klettasalat. Smyrjið hindberjasultu neðan á eina brauðsneið og leggið ofan á.
Skref4
- Endurtakið leikinn með efri samlokuna.
- Stingið pinnum í samlokuna á tveimur stöðum og skerið í tvennt þannig að úr verði tveir þríhyrningar.
- Berið fram strax.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir