Menu
Tiramisú

Tiramisú

Tiramisú er klassískur eftirréttur sem klikkar aldrei og er í miklu uppáhaldi hjá Gott í matinn teyminu. Rétturinn er einstaklega bragðgóður og kaffibragðið smellpassar við silkimjúka ostablönduna.

Innihald

4 skammtar
egg
sykur
íslenskur Mascarpone frá Gott í matinn
vanilluduft eða vanillusykur
rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
kökufingur (Lady fingers)
sterkt uppáhellt kaffi
kakó eftir þörfum
súkkulaði, smátt saxað (má sleppa)

Skref1

  • Stífþeytið egg og sykur saman þar til þykk froða myndast.
  • Blandið Mascarpone ostinum saman við og hrærið vel.
  • Bætið vanillu og rjóma varlega saman við með sleif.

Skref2

  • Setjið kaffi í skál.
  • Veltið kökufingrunum upp úr kaffinu og raðið þeim í há glös.
  • Setjið 2-3 msk. af ostablöndunni ofan í og sigtið vel af kakó yfir.
  • Ýmist má hafa kexið í botni og blönduna ofan á eða hafa réttinn lagskiptan.

Skref3

  • Það er fullkomið að saxa niður dökkt súkkulaði og sáldra yfir í lokin en er ekki nauðsynlegt.
  • Látið eftirréttinn standa í kæli í lágmark 3 klst. (helst yfir nótt) áður en hann er borinn fram.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir