Menu
Tiramisu á nokkrum mínútum

Tiramisu á nokkrum mínútum

Í desember er mikið um veisluhöld, matarboð og jólahittinga hjá vinahópum og vinnufélögum. Þá er tilvalið að geta boðið upp á fljótlega eftirrétti. Mér finnst ótrúlega gaman að bera fram eftirrétti í glösum eða fallegum desert skálum svo hver og einn gestur fái sinn fullkomna eftirrétt í sinu glasi til að bragða á.

Innihald

4 skammtar
rjómi frá Gott í matinn
sykur
íslenskur Mascarpone frá Gott í matinn
kökufingur (ladyfingers, 6-8 stk.)
sterkt kaffi, espresso eða 1,5 dl soðið vatn og 1 msk. skyndikaffi
kakó eða meira
kalhua eða amaretto, má sleppa

Skref1

  • Hrærið sykur og rjóma saman þar til róminn fer alveg að vera þeyttur til fulls.
  • Setjið marscapone ostinn saman við og hrærið þar til blandan verður stífþeytt.
  • Ef þið ætlið að nota kalhua þá blandið þið því saman við hér.
  • Setjið 1 msk. af rjómablöndunni í hvert glas fyrir sig.

Skref2

  • Setjið kaffi í skál og dýfið kökufingrunum ofan í og setjið í glösin.

Skref3

  • Sigtið kakó yfir og endurtakið þar til glösin eru orðin full.

Skref4

  • Sigtið vel af kakói yfir toppinn og geymið í kæli þar til borið er fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir