Menu
Tiramisú bollakökur - Ketó

Tiramisú bollakökur - Ketó

Sætar, ljúffengar og Ketó vænar bollakökur.

Innihald

12 skammtar

Bollakökur:

Egg
Sæta
Rjómi frá Gott í matinn
Sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
Mjúkt smjör
Lyftiduft
Vanilludropar
Kókoshveiti
Gróft salt
Kaffiblanda (sjá neðar)

Kaffiblanda:

Sjóðandi vatn
Skyndikaffi
Rommdropar

Fylling:

íslenskur Mascarpone frá Gott í matinn
Kaffiblanda
Vanilludropar
Sykurlaust síróp

Krem:

Rjómaostur
Fínmöluð sæta
Vanilludropar
Sykurlaust síróp

Bollakökur

  • Þeytið egg og sætu þar til blandan er létt og ljós.
  • Bætið rjóma og 36% sýrðum rjóma saman við ásamt smjörinu.
  • Bætið þurrefnunum saman við.
  • Skiptið 2/3 af deiginu í smurð bollakökuform.
  • Blandið restinni af deiginu saman við 20 ml af kaffiblöndunni, hrærið saman og hellið ofan á bollakökurnar.
  • Bakið í um 20 mínútur á 170° blæstri.
  • Kælið vel.

Fylling

  • Þeytið saman innihaldinu þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Þynnið til með kaffiblöndunni þar til hægt er að sprauta fyllingunni með sprautupoka.
  • Þegar kökurnar hafa kólnað er gott að stinga miðjuna út með breiðari endanum á sprautustút og moka upp með teskeið.
  • Sprautið fyllingunni í gatið og kælið.

Krem

  • Þeytið saman rjómaosti, fínmalaðri sætu og vanilludropum.
  • Hellið rjómanum varlega saman við og hrærið hægt.
  • Þegar rjóminn er allur kominn út í þá er vélin sett á fullan kraft þar til toppar myndast í kreminu.
  • Setjið kremið í sprautupoka með fallegum skrautstút og skreytið hverja köku. Fallegt er að sigta dökku kakói yfir kökurnar áður en þær eru bornar fram.
Krem

Höfundur: María Krista Hreiðarsdóttir