Menu

Innihald

6 skammtar
eggjarauður
sykur
vanillustöng
íslenskur Mascarpone frá Gott í matinn
rjómi
sterkt uppáhellt kaffi
sykur
Amaretto líkjör (eða annar líkjör, t.d. Grand Mariner eða sérrí)
Fingurkökur (Lady fingers)
Toblerone súkkulaði, gróft saxað
Hreint kakó

Skref1

  • Skafið fræin innan úr vanillustönginni og setjið í skál.
  • Bætið eggjarauðunum og sykrinum út í og þeytið þetta vel saman þar til ljóst og létt.

Skref2

  • Bætið mascarpone ostinum saman við og hrærið þessu vel saman.
  • Þeytið rjómann í annarri skál og hrærið honum svo saman við mascarpone blönduna með sleikju.

Skref3

  • Setjið kaffið í skál ásamt 2 msk. af sykri og líkjör.
  • Dýfið fingurkökunum í blönduna og leggið í botninn á fati eða glasi.

Skref4

  • Dreifið Toblerone yfir og setjið svo ostablönduna þar ofan á.
  • Gerið tvö svona lög, endið á því að sigta hreinu kakói yfir efsta lagið og skreytið aðeins með Toblerone súkkulaði.

Skref5

  • Gott er að láta tiramisu standa í ísskáp í a.m.k 4 klst. áður en það er borið fram.
  • Auðveldlega hægt að gera daginn áður.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir