Hlutföllin í salatinu eru algjört aukaatriði. Þið gerið bara eins mikið og ykkur finnst gott og þurfið fyrir þann fjölda af fólki sem þarf að metta. Sumir vilja líka meira eða minna af einhverju hráefni, það er nú það skemmtilega við svona salöt. Það er ekki hægt að eyðileggja neitt.
Klettasalat | |
Tómatar (því fleiri tegundir því betra) | |
Rauðlaukur | |
Blámygluostur, t.d. Blár Kastali eða gráðaostur | |
Ólífuolía | |
Rauðvínsedik | |
Sjávarsalt og nýmalaður pipar |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir