Menu
Tómatapizza með rjómaostfylltri papriku

Tómatapizza með rjómaostfylltri papriku

Skemmtilega öðruvísi pizza sem gaman er að bera fram.

Innihald

4 skammtar
klípa af salti
fersk basilíka til skreytingar
pítsadeig
ólífuolía
steinselja eða origanó, fínsaxað
hvítlausrif, pressað (1-2 stk)
rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
litlir tómatar (kokteiltómatar) skornir í tvennt
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
rauður chili, fínsaxaðaður
fínsöxuð basilíka
hvítlauksrif, pressað
löng rauð papríka

Skref1

  • Hitið ofninn í 200°C á undirhita og blástur.
  • Fletjið út pítsadeigið.

Skref2

  • Blandið saman í lítilli skál ólífuolíu, steinselju eða origanó og pressuðum hvítlauk.

Skref3

  • Smyrjið olíunni yfir pítsabotninn og dreifið pítsaostinum yfir.
  • Raðið tómötum jafnt yfir pítsuna.

Skref4

  • Blandið saman rjómaosti, fínsöxuðum chili, basilíku, hvítlauk og salti saman.
  • Fyllið paprikuna með ostinum og leggið ofan á miðja pítsuna.

Skref5

  • Stjið pístuna neðarlega í ofninn og bakið í 12-4 mínútur.
  • Skreytið pítsuna með ferskri basilíku.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir