Einstaklega fljótlegt og gott pasta fyrir sælkera með heimatilbúinni tómatbasil sósu og ferskum mozzarella. Pastað má bera fram bæði heitt og kalt og því hægt að gera það fram í tímann. Furuhneturnar gefa stökkt og gott bragð á móti mjúkum mozzarellaostinum. Frábær réttur sem hægt er t.d. að bera fram í stað ostabakka til tilbreytingarl, með glasi af góðu víni, sem forrétt eða sem léttan kvöldmat. Fyrir þá sem vilja aðeins matarmeira pasta er tilvalið að bjóða upp á grillaðar kjúklingalundir með pastanu.
ólífuolia | |
hvítlauksgeirar | |
heilir tómatar í dós | |
sjávarsalt | |
svartur pipar | |
lauf af ferskri basilíku | |
pasta að eigin vali | |
litlir tómatar | |
Goðdala Feykir eða parmesan | |
furuhnetur | |
mozzarellakúlur eða mozzarella perlur (1 dós) |
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir