Menu
Tómatsúpa með tortellini og spínati

Tómatsúpa með tortellini og spínati

Einstaklega ljúffeng og fljótleg súpa sem svíkur engan. Berið fram með kotasælubollum, sjá uppskrift hér.

Innihald

4 skammtar
ólífuolía
sellerístöngar
gulrætur
stór laukur
tómatpúrra
hrásykur
hakkaðir tómatar (t.d. Hunts með oregano, basilíku og hvítlauk)
vatn
grænmetisteningar
þurrkuð basilíka
tortellini pasta
ferskt spínat
sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
sjávarsalt og nýmalaður pipar

Skref1

  • Skerið sellerí, gulrætur og lauk smátt. Hitið olíu í stórum potti og steikið grænmetið þar til mjúkt.

Skref2

  • Setjið tómatpúrru út í og steikið aðeins áfram.
  • Bætið sykrinum saman við.
  • Hellið tómötunum ásamt vatninu og kraftinum yfir og hleypið suðunni upp.
  • Kryddið með basil, salti og pipar ef þarf.
  • Smakkið ykkur til.

Skref3

  • Hellið þá pastanu út í sjóðandi súpuna og látið sjóða í 20 mínútur undir loki.
  • Saxið spínatið smátt og bætið út í ásamt sýrða rjómanum.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir