Menu
Torta Caprese: Súkkulaði- og möndlukaka

Torta Caprese: Súkkulaði- og möndlukaka

Torta Caprese er súkkulaði- og möndlukaka ættuð frá Salerno sem er borg í krika Amalfiskagans. Kakan er mjúk og seiðandi og sérlega einföld.

Berið fram með rjóma, sýrðum rjóma, ís, grískri jógúrt eða öðru sniðugu.

Innihald

12 skammtar
dökkt súkkulaði
smjör
egg, aðskiljið hvítur og rauður
flórsykur
malaðar möndlur eða möndlumjöl

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Bræðið saman súkkulaði og smjör á vægum hita. Kælið.
  • Hrærið saman eggjarauður og sykur þar til létt og ljóst.
  • Stífþeytið eggjahvítur.
  • Þegar súkkulaðiblandan hefur kólnað er henni hellt í mjórri bunu saman við eggjarauðublönduna og allt látið blandast vel.

Skref2

  • Hrærið möndlumjölið saman við og blandið vel á vægum hraða og ekki of mikið til að gera kökuna ekki seiga og þétta.
  • Hrærið þá hvíturnar saman við hægt og rólega, vel og vandlega þar til allt hefur farið vel saman og úr orðið áferðarfalleg deigblanda.

Skref3

  • Hellið í smurt form og bakið í 25-30 mínútur eða þar til kakan er lungamjúk í miðjunni. Alls ekki baka kökuna of mikið, þá missir hún rakann og mýktina.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir