Menu
Tortellini með skinku, sveppum og ostasósu

Tortellini með skinku, sveppum og ostasósu

Ég er alltaf mjög vinsæl hjá sonum mínum þegar ég elda svona mat. Enda einhver mesti huggulegheitamatur sem fyrirfinnst og gæti ekki átt betur við á köldu haustkvöldi. Tímalaus klassík og óþarfi að flækja hlutina þegar þeir virka svona vel.

Innihald

4 skammtar
tortellini fyllt með osti (1 pk.)
skinkubréf
sveppir
lítill laukur
smjör
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
villisveppaostur frá MS
kjúklingateningur
salt og pipar
rifinn Goðdala Feykir

Skref1

  • Sjóðið pastaða samkvæmt leiðbeiningum
  • Skerið skinku, sveppi og lauk og steikið á pönnu upp úr dálitilu smjöri þar til það mýkist og brúnast aðeins.
  • Kryddið með pipar.

Skref2

  • Hellið matreiðslurjóma yfir, rífið villisveppaostinn á rifjárni og bætið út í ásamt kjúklingateningi.
  • Leyfið að malla á vægum hita í 5-10 mínútur þar til osturinn er bráðnaður.
  • Smakkið til með pipar og salti.

Skref3

  • Bætið soðnu tortellini út í sósuna og berið fram með rifnum Goðdala Feyki.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir