Risarækjur
- Affrystið rækjurnar og setjið í skál ásamt vatni og kryddi og marinerið í 30 mínútur að lágmarki.
- Blandið saman þurrefnum fyrir tempura deig og hrærið vökvanum saman við. Látið bíða a.m.k. í hálftíma.
Mangó salsa
- Afhýðið mangóið og skerið í litla bita, setjið í skál.
- Saxið laukinn, chili og kóríander og setjið saman við.
- Kælið.
Chipotle sýrður rjómi
- Setjið hráefnin saman í litla skál og hrærið vel saman.
Steikt grænmeti
- Skerið papriku og rauðlauk í sneiðar og steikið upp úr ólífuolíu á heitri pönnu.
- Kryddið með salt og pipar eftir smekk.
Samsetning
- Dýfið rækjunum út í deigið og djúpsteikið í djúpsteikingarpotti eða í heitri olíu (180°) í þykkbotna potti.
- Það tekur örskamma stund að steikja rækjurnar, fylgist vel með og setjið beint á eldhúsbréf þegar þær koma úr pottinum.
- Hitið tortillurnar á þurri pönnu og raðið svo öllu góðgætinu á kökurnar.
- Mangó salsa, steikt grænmeti, tempura rækjur, tómatar, avocado, chipotle sýrður rjómi og ferskur kóríander yfir.
- Njótið - njótið - njótið!
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal