Menu
Twix ostakökubitar með súkkulaði

Twix ostakökubitar með súkkulaði

Syndsamlega góðir bitar sem enginn getur staðist.

Innihald

12 skammtar

Botn

Homeblest kexkökur
sykur
smjör, bráðið
Twix

Súkkulaðiostamús

hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
dökkt kakó
sykur
egg

Toppur

hvítt súkkulaði
kókosolía
dökkt súkkulaði

Skef 1

  • Hitið ofinn í 180 gráður, setjið smjörpappír í eldfast mót um 20x30 cm.
  • Setjið Homeblest kex og sykur í matvinnsluvél og fínmalið.
  • Bræðið smjör og blandið því saman við með sleif.
  • Setjið kexblönduna í eldfasta mótið og þrýstið vel í botninn, gott er að nota glas eða skeið.
  • Blakið botninn í 10 mínútur og kælið alveg.

Skref2

  • Raðið Twixbitunum jafnt og þétt ofan á kexbotninn.
  • Hrærið rjómaostinn þar til hann er orðinn mjúkur og sléttur.
  • Bætið kakói og sykri saman við og hrærið vel.
  • Setjið eggin saman við og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
  • Smyrjið rjómaostablöndunni varlega yfir Twixið, blandan er þykk og því þarf að dreifa varlega úr blöndunni með sleif.
  • Bakið í 30 mínútur og kælið svo alveg.

Skref3

  • Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði ásamt kókosolíu.
  • Hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.
  • Hellið súkkulaðinu yfir ostakökuna og setjið í kæli.
  • Bræðið því næst dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði, skreytið kökuna með því að sletta því óreglulega yfir hvíta súkkulaðið eða að vild.
  • Geymið í kæli þar til bitarnir eru bornir fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir