Menu
Tyrkisk peber skyrkaka með bláberjum og Oreo

Tyrkisk peber skyrkaka með bláberjum og Oreo

Öðruvísi? Já!

Góð? Já!

Innihald

12 skammtar
Oreo kexkökur (einn og hálfur kassi)
smjör
Ísey skyr bláber
rjómi frá Gott í matinn
flórsykur
vanilludropar
tyrkisk peber molar

Skref1

  • Oreo kexið er mulið í matvinnsluvél eða blandara.

Skref2

  • Smjörið er brætt og hrært við mulið oreo kexið.

Skref3

  • Oreo blandan er sett í form og þjappað vel niður í alla kanta.
  • Gott er að klæða formið með plastfilmu.
  • Kælt á meðan restin er gerð.

Skref4

  • Brjóstsykurinn er mulinn, ég setti hann í poka og barði niður með ísskeið þar til brjóstsykurinn var alveg mulinn, auðvitað hægt að mylja hann með öðru en ísskeið. Mikilvægt er að brjóstsykurinn verði að fínni mylsnu, nánast bara duft. Það er ekki gott að hafa brjóstsykursbita í kökunni sem maður finnur fyrir.

Skref5

  • Rjóminn er þeyttur.
  • Skyri, flórsykri,vanilludropum og helming tyrkisk peber brjóstsykranna er hrært saman í skál og rjómanum svo varlega blandað saman við.

Skref6

  • Rjóma/skyrblandan er nú sett í formið og aftur inn í ísskáp, best er að gera kökuna degi áður en hún er borin fram. Ef hún er ekki útbúin degi áður þá allavega nokkrum klukkustundum áður en hún er borin fram svo hún nái að stífna.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir