Menu
Tyrknesk pide - Öðruvísi pizzur

Tyrknesk pide - Öðruvísi pizzur

Langar þig að prófa aðeins öðruvísi pizzur? Þá mælum við með girnilegum tyrkneskum pide!

Innihald

6 skammtar
volgt vatn
ger
salt
ólífuolía
hveiti

Pide með sólþurrkuðum tómötum og grillosti:

rautt pestó (2-3 msk.)
sólþurrkaðir tómatar
Grillostur frá Gott í matinn
ólífuolía
salt

Pide með grænu pestói, tómötum og mozzarella með basilíku:

grænt pestó
litlir tómatar
rauðlaukur
Mozzarellakúlur með basilíku

Aðferð:

  • Hrærið saman vatn, sykur og ger í skál og látið standa í um 10 mínútur eða þar til gerið er farið að freyða.
  • Setjið ólífuolíu, salt og hveiti saman við, gott er að setja hveitið smátt og smátt saman við.
  • Hrærið með hnoðara í nokkrar mínútur þar til deigið hefur sleppt skálinni.
  • Setjið deigið í skál, gott er að smyrja skálina að innan með olíu.
  • Setjið plastfilmu yfir eða rakt viskastykki og látið deigið lyfta sér í klukkustund.
  • Takið deigið úr skálinni og hnoðið, skiptið deiginu niður í 2-3 hluta og rúllið deigið út þannig að það verði ílangt.
  • Setjið álegg og bakið við 200 gráðu hita í 12-15 mínútur.

Tyrknesk Pide með sólþurrkuðum tómötum og grillosti

  • Smyrjið pestóinu á botninn og dreifið sólþurrkuðum tómötum jafnt yfir.
  • Skerið Grillostinn smátt niður og dreifið honum yfir allt.
  • Snúið upp á endana á deiginu og brjótið kantana inn, þetta kemur í veg fyrir að osturinn og annað leki út við eldun.
  • Bakið við 200 gráður í 12-15 mínútur eða þar til deigið er orðið ljós gyllt og osturinn bráðnaður.
  • Gott er setja góða ólífuolíu yfir, smá salt og klettasalat.
Tyrknesk Pide með sólþurrkuðum tómötum og grillosti

Tyrknesk Pide með grænu pestói, tómötum og mozzarella með basilíku

  • Smyrjið deigið með pestói, skerið tómata niður í sneiðar ásamt rauðlauk og setjið ofan á pestóið.
  • Dreyfið mozzarellakúlum með basilíku jafnt yfir.
  • Snúið upp á endana á deiginu og brjótið kantana inn, þetta kemur í veg fyrir að osturinn og annað leki út við eldun.
  • Bakið við 200 gráður í 12-15 mínútur eða þar til deigið er orðið ljós gyllt og osturinn bráðnaður.
  • Gott er setja góða ólífuolíu yfir, smá salt og klettasalat.
Tyrknesk Pide með grænu pestói, tómötum og mozzarella með basilíku

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir