Menu
Vanillu ostakökubitar með súkkulaðieggjum

Vanillu ostakökubitar með súkkulaðieggjum

Einfaldir ostakökubitar sem ekki þarf að baka, hægt að setja hvaða fyllingu sem er í ostakökuna, en hér eru bitarnir fylltir með Cadbury súkkulaðieggjum. Fallegt á veisluborðið eða sem eftirréttur. Hægt er að skreyta ostakökubitana út frá ólíkum tilefnum, með alls kyns súkkulaði, kökuskrauti, bræddu súkkulaði eða karamellu.

Innihald

15 skammtar

Botn

hafrakex
bráðið smjör
kanill

Ostakaka

rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
flórsykur
vanilludropar
rjómi frá Gott í matinn
Cadbury súkkulaðiegg

Toppur

rjómi frá Gott í matinn
Cadbury súkkulaðiegg
súkkulaðiperlur

Skref1

  • Setjið bollakökuform ofan í muffinsform og setjið til hliðar.
  • Setjið hafrakex í matvinnsluvél og hakkið þar til kexið er orðið fín malað, bætið kanil saman við.
  • Bræðið smjör og hellið saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Setjið eina kúfaða matskeið í hvert form fyrir sig og þrýstið þétt niður með t.d. botni á glasi.

Skref2

  • Setjið rjómaost, flórsykur og vanilludropa saman í skál og hrærið þar til blandan er orðin slétt og fín
  • Þeytið rjómann og blandið honum saman við ásamt grófsöxuðum súkkulaðieggjum.
  • Setjið ostakökuna í hvert form fyrir sig og fyllið þau alveg upp.
  • Frystið í 2-3 klukkustundir eða kælið í rúmar 5 klukkustundir.

Skref3

  • Takið ostakökubitana úr pappírsformunum og raðið þeim á kökudisk, skreytið með þeyttum rjóma, súkkulaðieggjum og súkkulaðiperlum.
  • Berið fram kalt, beint úr kæli.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir