Vanilluís er sígildur og þetta er ein af þessum uppskriftum sem auðvelt er að tileinka sér. Þessi grunnuppskrift er góð ein og sér en ef hugur stendur til má prófa hinar ýmsu bragðsamsetningar.
Það mætti til dæmis mylja kex eða sælgæti út í ísinn, rífa súkkulaði eða bræða yfir hann, marínera rúsínur í rommi og bæta út í. Einnig er tilvalið að bæta við berjum, rista hnetur eða saxa niður þurrkaða ávexti. Þetta þarf að hræra út í ísblönduna áður en hún frýs.
vanillustöng | |
matreiðslurjómi frá Gott í matinn | |
eggjarauður (5-6) | |
sykur | |
rjómi frá Gott í matinn |
Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir