Menu
Vanillu smjörkaka með vanillurjóma

Vanillu smjörkaka með vanillurjóma

Stundum er það einfalda best. Það gildir að minnsta kosti um þessa dásamlegu köku þar sem vanillubragðið fær svo sannarlega að njóta sín.

Til þess að ná sem bestum árangri í bakstrinum er mikilvægt að eggin séu við stofuhita þegar þau eru þeytt með sykrinum, og þau þeytt vel og lengi. Ef þið takið eggin beint úr ísskápnum er snjallt að setja þau í skál með vel heitu vatni úr krananum og láta þau standa þannig í 15 mínútur.

Innihald

10 skammtar

Vanillu smjörkaka:

Smjör, brætt og kælt við stofuhita
Egg (við stofuhita)
Sykur
Fræ úr einni vanillustöng
Vanillu extract
Hveiti
Salt

Vanillurjómi:

Rjómi frá Gott í matinn
Flórsykur (væn msk.)
Vanilluextract

Vanillu smjörkaka

  • Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.
  • Smyrjið 20 cm smelluform að innan með smjöri, setjið bökunarpappír í botninn og smyrjið hann einnig með smjöri.
  • Setjið 3 msk. af sykri í formið og hristið formið til þannig að sykurinn þekji formið.
  • Hristið afgangs sykurinn úr forminu.
  • Bræðið smjörið í potti, takið af hitanum og látið kólna í stofuhita.
  • Þeytið eggin og sykurinn ásamt vanillunni í 4-5 mínútur eða þar til blandan hefur tvöfaldast og er mjög ljós og létt í sér.
  • Sigtið hveitið og saltið út í eggjablönduna og blandið varlega saman við með sleikju.
  • Bætið smjörinu saman við deigið og hrærið varlega saman við með sleikju þar til allt deigið er vel blandað saman en ennþá létt í sér. Það tekur smá tíma að hræra öllu smjörinu saman við en hefst með smá þolinmæði. Gætið þess að skafa alveg ofan í botninn á skálinni.
  • Hellið deiginu í formið og bakið í 35 mínútur eða þar til bökuð í gegn. Kakan mun lyfta sér en falla aðeins aftur þegar hún er tekin úr ofninum.
  • Takið kökuna úr forminu og látið kólna aðeins.

Vanillurjómi

  • Þeytið rjómann ásamt vanillu og flórsykri þar til mjúkir toppar hafa myndast.
  • Gætið þess að ofþeyta ekki rjómann.
  • Berið rjómann fram með kökunni.
  • Einnig er gott að hafa fersk ber með.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir