Menu
Vanillupannacotta með jarðarberjum

Vanillupannacotta með jarðarberjum

Hér er á ferðinni alveg lygilega einfaldur eftirréttur - sem er hreint út sagt ótrúlega ljúffengur!

Innihald

6 skammtar

Pannacotta:

rjómi frá Gott í matinn
nýmjólk
sykur
gelatínblöð
stór vanillustöng, t.d. úr Krydd og tehúsinu í Þverholti

Jarðarberjacoulis / jarðarberjaþekja:

jarðarber
ósæt jarðarberjasulta
vatn

Skref1

  • Byrjið á því að leggja gelatínblöðin í kalt vatn í nokkrar mínútur svo þau verði mjúk.

Skref2

  • Hellið rjómanum í pott ásamt nýmjólkinni og hitið.

Skref3

  • Næst er að kljúfa vanillustöngina og hreinsa út fræin.
  • Setjið þau saman við rjómann og mjólkina og hrærið vel.
  • Það er ágætt að setja sjálfa vanillustöngina með, einnig á meðan rjóminn er hitaður þar sem það gefur aukið bragð.
Skref 3

Skref4

  • Hitið að suðu, lækkið undir og látið standa í nokkrar mínútur til að vanillan bragðbæti rjómann eins mikið og unnt er.
  • Hrærið svo gelatínblöðunum saman við þannig að þau leysist alveg upp í vanillurjómanum.

Skref5

  • Látið svo kólna í smástund og hellið svo yfir í mót eða glös.
  • Setjið í kæli í 4 klukkustundir svo að búðingurinn nái að stífna.
Skref 5

Skref6

  • Næst eru það jarðarberin. Skolið þau, skerið laufin af, saxið gróflega og setjið í pott með vatninu.
  • Hleypið upp suðunni.
  • Bætið sultunni saman við og og sjóðið niður (í 20-30 mínútur við lágan hita) þannig að úr verði þykkur grautur.
  • Látið kólna aðeins og hellið honum svo í gegnum sigti þannig.
  • Þá eruð þið búin að útbúa coulis sem má í raun nota í hvað sem er.
  • Með skeið setjið þið coulisinn varlega ofan á stífan búðinginn.
  • Toppið með jarðarberjum.
Skref 6

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson