Skref1
- Setjið piparkökur í matvinnsluvél og hakkið þar til piparkökurnar verða fínmalaðar.
- Bræðið smjör og blandið því saman við, hrærið þar til smjörið hefur bleytt vel upp í piparkökunum.
Skref2
- Setjið piparkökublönduna í meðalstórt form og þrýstið vel niður og upp á hliðar formsins.
- Gott er að nota botninn á glasi til þess að þrýsta piparkökublöndunni niður og upp á hliðarnar.
- Geymið í kæli á meðan þið undirbúið skyrblönduna.
Skref3
- Þeytið rjóma og blandið saman við skyrið með sleif.
- Blandið flórsykri saman við og hrærið þar til blandan er orðið mjúk og slétt.
Skref4
- Hellið skyrblöndunni yfir botninn og sléttið vel úr.
- Gott er að skreyta kökuna með þeyttum rjóma og piparkökum.
- Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir