Setjið vatn og smjör í pott og leyfið smjörinu að bráðna.
Takið pottinn af hitanum og hrærið hveitinu saman við þar til deigið er orðið einn massi.
Kælið deigið örlítið.
Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli.
Teiknið 20 cm hring á smjörpappír og snúið pappírnum við og setjið á ofnplötu.
Setjið deigið í sprautupoka og sprautið deiginu í því munstri sem ykkur hentar á smjörpappírinn.
Bakið á 200°c í 10 mín og lækkið niður í 180°c í 20 mínútur.
Leyfið hringnum að kólna alveg.
Fylling
Bræðið súkkulaði og rjóma saman og leggið til hliðar og leyfið að kólna lítillega.
Þeytið rjómann og skerið jarðarberin niður.
Samsetning
Skerið kransinn þvert, ég mæli með að nota rifflaðan hníf í verkið. Ef þið eigið þunnt bretti eða diskamottu er gott að “slæda” henni undir efri partinn og færa yfir meðan sett er á neðri helming kransins.
Setjið súkkulaðisósu í botninn, rjómann þar yfir, svo setjið þið jarðarberin og endið með því að setja enn meiri súkkulaðisósu yfir.
Næst setjið þið efri helminginn varlega yfir þann neðri.
Skreytið að vild, t.d. með restinni af súkkulaðisósunni ásamt dálitlum flórsykri.