Skref1
- Setjið saman vatn og smjör í pott og látið suðuna koma upp.
- Bætið í hveiti og hrærið vel í með sleif.
- Hrærið þar til deigið hefur samlagast vel.
- Takið af hitanum og kælið örlítið.
- Bætið loks eggjum, einu í einu og hrærið vel á milli.
- Sprautið á plötu eða setjið með skeið.
- Gætið að því að bollurnar verði ekki of stórar, um munnbiti.
- Bakið við 180°C í 15-18 mínútur.
Skref2
- Bræðið saman rjóma og súkkulaði.
- Látið standa smá stund og setjið svo ofan á bollurnar.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson