Menu
Vatnsdeigsbollur með bananarjóma og Dumle karamellukremi

Vatnsdeigsbollur með bananarjóma og Dumle karamellukremi

Sannkallaðar sælkerabollur.

Innihald

10 skammtar

Vatnsdeigsbollur:

smjör
hveiti
egg
vatn
salt á hnífsoddi

Dumle karamellukrem:

Dumle karamellur
ljós súkkulaðihjúpur
rjómi frá Gott í matinn

Fylling:

rjómi frá Gott í matinn
stór banani, stappaður, eða tveir litlir
rifsberjahlaup

Vatnsdeigsbollur

  • Ofninn er hitaður í 180°C-Smjör og vatn er sett í pott þar til suðan kemur upp og látið sjóða í um 1 mínútu.
  • Þá er potturinn tekinn af hellunni og hveitinu og saltinu blandað saman við með sleif.
  • Blandan er sett í hrærivélina og látin standa í um 5 mínútur eða þar til það hefur kólnað aðeins.
  • Þá er einu eggi í einu blandað saman við og þeytt á meðan.
  • Á ofnplötu með bökunarpappír fer svo eins og ein matskeið af deigi fyrir hverja bollu og platan síðan sett í ofn í 20-30 mínútur, eftir 20 mínútur er fínt að byrja fylgjast með bollunum og þær eru teknar út þegar þær hafa tekið aðeins lit. Mikilvægt er að opna ekki ofninn fyrir 20 mínúturnar því þá er hætta á að þær falli.
  • Meðan bollurnar eru í ofninum er fínt að byrja á að gera rjómann og sósuna.

Dumle krem

  • Allt sett í skál og brætt yfir vatnsbaði, það þarf að fylgjast með svo það brenni ekki við.
  • Þegar súkkulaðið er bráðnað er það sett til hliðar og látið kólna aðeins svo það stífni.

Bananarjómi

  • Rjóminn er þeyttur og stöppuðum bönunum hrært saman við.
  • Setjið á bollurnar ásamt rifsberjahlaupi og toppið svo með Dumle kreminu.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir