Menu
Vefjur með Grillosti

Vefjur með Grillosti

Frábær réttur fyrir börn og fullorðna. Vefjurnar henta einnig vel sem nesti fyrir ferðalagið eða í vinnuna.

Grillosturinn frá Gott í matinn er í anda Halloumi og hentar frábærlega á grillið eða á pönnuna.

Innihald

4 skammtar
Grillostur frá Gott í matinn (260 g)
litlar vefjur (mini)
kirsuberjatómatar
avókadó
kál
tacosósa
18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
kóríander
ólífuolía til steikingar
salt, pipar og hvítlauksduft

Skref1

  • Skerið Grillostinn niður í þunnar sneiðar (um ½ cm á þykkt) og leggið til hliðar.

Skref2

  • Skerið niður allt grænmeti og hitið vefjurnar.

Skref3

  • Steikið Grillostasneiðarnar á meðalhita upp úr ólífuolíu á pönnu.
  • Kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti eftir smekk.

Skref4

  • Raðið grænmeti, salsasósu, sýrðum rjóma og grillosti saman í vefjurnar og njótið.
Skref 4

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir