Menu
Vetrarsalat með fennel, appelsínum og trönuberjum

Vetrarsalat með fennel, appelsínum og trönuberjum

Öðruvísi og einstaklega vetrarlegt salat.

Innihald

4 skammtar
klettasalat
appelsínur
stórt fennel
þurrkuð trönuber
hreinn fetaostur
Ólífuolía
Salt og pipar

Skref1

  • Leggið þvegið klettasalat á disk eða fat.

Skref2

  • Skerið fennelið í tvennt og svo í þunnar sneiðar.

Skref3

  • Afhýðið appelsínurnar og skerið laufin innan úr.

Skref4

  • Dreifið þessu öllu yfir salatið og kreistið safa út appelsínunum yfir.

Skref5

  • Setjið þurrkuð trönuber og mulinn fetaostinn yfir.

Skref6

  • Hellið smá ólífuolíu yfir salatið og kryddið með góðu sjávarsalti og dálitlum möluðum pipar.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir