Menu
Villisveppasósa

Villisveppasósa

Virkilega einföld og bragðgóð sósa sem passar vel með steikinni.

Innihald

4 skammtar
sveppir
Smjör
Villisveppaostur
rjómi frá Gott í matinn
nautakraftsteningur (1/2 - 1 stk.)
Salt og pipar

Skref1

  • Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar.

Skref2

  • Hellið rjómanum saman við ásamt smátt skornum villisveppaosti, lækkið hitann og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum í rjómanum á meðan þið hrærið í.

Skref3

  • Bætið nautakraftsteningi út í og kryddið eftir smekk með salti og pipar.
  • Þegar sósan er orðin þykk er hún tilbúin og er bæði hægt að bera hana fram heita og kalda.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir