Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að föndra saman fallega ostabakka. Það er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða för en hafa nokkur atriði í huga. Gott er að byrja á að raða skálum, gjarnan á fæti, stærri hlutum og ostunum á bakkann. Skera flesta ostana í handhæga bita og enda svo á að fylla upp með litríkum berjum, sælgæti, salami, kexi og því sem manni dettur í hug. Þessi bakki hentar fullkomlega fyrir vor, páska, fermingar og hvaða tilefni sem er.
Dala hringur | |
Dala Camembert | |
Goðdala Feykir | |
Goðdala Grettir | |
Stóri Dímon | |
Hvítlauksostur | |
• | Hindber |
• | Jarðarber |
• | Brómber |
• | Gúrkusneiðar |
• | Þunnt sneitt salami |
• | Súkkulaðiegg |
• | Fjölbreytt kex |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir